Almennir skilmálar

Hrafnsvík ehf.
Kt: 4509070490
Sjávargata 24
225 Garðabær
hrafnsvik@hrafnsvik.is
893 1984


Hrafnsvík ehf. áskilur sér rétt til þess að hætta við pantanir t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til þess að staðfesta pöntun símleiðis.

Öll verð í vefverslun Hrafnsvíkur eru með inniföldum 24% virðisaukaskatt og síðan bætist sendingarkostnaður við uppgefið verð áður en greiðsla fer fram, ef viðskiptavinur velur að fá vöru heimsenda. Hrafnsvík ehf. áskilur sér rétt til þess að breyta verðum í vefverslun án fyrirvara t.d. vegna breytinga á gengi eða rangra verðupplýsinga.

 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Governing law / Jurisdiction: These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

Persónuverndar­stefna

Með því að heimsækja vefinn samþykkir þú skilmála okkar um öryggi og persónuvernd.

 

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

 

Vefurinn notar vafrakökur (cookies) til þess að bæta notendaupplifun notenda en það eru litlar skrár sem hlaðast inn á tölvur notenda þegar þeir fara inn á viss vefsvæði. Þessar vafrakökur gera vefsvæðum kleift að þekkja tölvur notenda þegar þeir heimsækja vefsvæðið aftur.

 

Á vefsvæðinu hrafnsvik.is eru notaðar vafrakökur frá vefsvæðum Shopify og Facebook:

Afhending vöru

Frí heimsending er á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Akranesi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakka, Hellu og Hvolsvelli ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira.


Vörum er keyrt út á höfuðborgarsvæðinu alla virka daga.


Vörum er keyrt út á Suðurnesjum og að Akranesi á þriðjudögum (póstnr. 190, 240, 235, 246, 233, 245, 250, 251, 230, 260, 262, 300) og að Hvolsvelli á fimmtudögum (póstnr. 800, 810, 815, 820, 825, 850, 860)


Sendingum á aðra staði á landsbyggðinni er keyrt frítt á þann sendingaraðila sem fólk óskar sér. Móttakandi greiðir sjálfur sendingarkostnað við móttöku sendingar. Viðskiptavinur skráir það í athugasemdir á hvaða stað sendingin þeirra á að fara eða hefur samband á hrafnsvik@hrafnsvik.is.


Sendingarkostnaður á vörum þegar verslað er fyrir minna en 10.000 kr. er 1.500 kr.


Pantanir þurfa að berast fyrir klukkan 07:00 að morgni til svo unnt sé að fá sendinguna heim sama dag.

Endurgreiðslur

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

 

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingarkostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003 um laga og neytendasamninga.